Jolli áfram með U21 árs landsliðið

Sagt er frá því á vef Knattspyrnusambands Íslands að Króksarinn Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. 

Undir stjórn Eyjólfs var U21 landsliðið hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM, sem fram fer á næsta ári, en tap gegn Úkraínu í síðustu umferð riðlakeppninnar á Laugardalsvelli var algjör spæling og gerði þann draum að engu.

Eyjólfur var sömuleiðis við stjórnvölinn hjá U21 liða karla sem fór eftirminnilega alla leiðina í úrslitakeppni EM 2011 í Danmörku. Eins og kunnugt er hafa síðan margir af leikmönnum Íslands í þeirri keppni tekið skrefið upp í A landsliðið þar sem þeir hafa sprengt stoltskala íslensku þjóðarinnar aftur og aftur og voru lykilmenn í geggjuðum árangri á EM í Frakklandi í sumar. Man einhver eftir því?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir