Jólamóti Molduxa frestað

Glaðbeittir körfuboltasnillingar á Jólamóti 2018. Mynd: PF
Glaðbeittir körfuboltasnillingar á Jólamóti 2018. Mynd: PF

Á fundi mótanefndar Jólamóts Molduxa fyrr í dag var ákveðið að fella niður hefðbundið stórmót sem vera átti annan jóladag vegna óvissuástands í Covid 19 málum þjóðarinnar.

Ákveðið var að halda svokallað draugamót líkt og í fyrra þar sem liðum og einstaklingum er gefinn kostur á að greiða þátttökugjöld og komast þannig í pott þar sem dregin verða út vinningshafar. Allur ágóði þessa draugamóts rennur óskertur til körfuboltadeildar Tindastóls og verður fyrirkomulagið auglýst síðar.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir