Jólaljóðasamkeppni í Varmahlíðarskóla

Í tilefni komu jólanna hefur bókasafn Varmahlíðarskóla efnt til samkeppni um frumort jólaljóð í 6. – 10. bekk. Ljóðin mega vera rímuð eða órímuð en vanda þarf frágang og gjarnan mættu þau vera mynd-skreytt
 Efni þeirra verður að tengjast jólum á einhvern hátt og hver þátttakandi má skila einu ljóði. Bókaverðlaun verða veitt fyrir bestu ljóðin. Skilafrestur er til 12. des. og stefnt er að því að vinningsljóðin verði lesin upp á litlu jólunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir