Jólahúnar láta gott af sér leiða
Jólahúnar héldu nú fyrir jólin tónleika á Blönduósi og Hvammstanga sem tókust vel en með kjörorð Skúla heitins á Tannstaðabakka, Samstaða og kærleikur, að leiðarljósi, rann allur ágóði af tónleikunum til góðgerðarmála.
Í Fésbókarfærslu Elvars Loga Friðrikssonar, sem var í hópi þeirra sem tóku við Jólahúna-keflinu af Skúla, kemur fram að þetta árið söfnuðu Jólahúnar einni milljón króna. Stærsti hlutinn rann til Margrétar Eikur Guðjónsdóttur sem fór í krabbameinsaðgerð á dögunum og sýndu sveitungar hennar stuðning í verki. Einnig nutu Orgelsjóður Blönduóskirkju og Minningarsjóður Erlu Bjarkar Helgadóttur góðs af því sem safnaðist.
„Ég er rosalega stoltur og ánægður með alla sem gerðu þessa tónleika báða frábæra,“ segir Elvar Logi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.