Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks á morgun
Eftir tveggja ára Covid-hlé býður Rótarýklúbbur Sauðárkróks til ókeypis jólahlaðborðs á ný í íþróttahúsinu á morgun, laugardaginn 26. nóvember milli klukkan 12 og 14.
Viðburðinum var hleypt af stokkunum í upphafi aðventu 2013 og hefur fest sig í sessi sem ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Skagfirðinga. Vel hefur verið mætt í öll þau skipti sem hægt hefur verið að efna til veislunnar. Ómar Bragi Stefánsson, Rótarýfélagi, sagði í samtali við Feyki ánægður að geta boðið upp á jólahlaðborð á ný og Rótarýfélagar hlakka til að taka á móti gestum eftir tveggja ára stopp. Hann segir alla hjartanlega velkomna um leið og hann hvetur sem flesta til að mæta.
Boðið verður m.a. upp á forrétti, laufabrauð, hangikjöt, bayonneskinku ásamt meðlæti og jóladrykk. Frítt er inn en fólk getur lagt fram frjáls framlög á staðnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.