Jóhann Björn setti nýtt Íslandsmet
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.06.2014
kl. 09.02
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, náði frábærum árangri á Sumarmóti UMSS í gær. Jóhann Björn, sem er 19 ára, sigraði í 200 m hlaupi á 21,36 sek, sem er nýtt Íslandsmet 22 ára og yngri.
Helsti keppinautur hans á hlaupabrautinni, Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, varð í 2. sæti á 21,59 sek, en Kolbeinn átti gömlu metin í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára 21,38 sek.
Nánari fréttir af Sumarmóti UMSS eru væntanlegar á vefsíðum Tindastóls og UMSS:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.