Jafnvel íbúar á Norðurlandi vestra orðnir þreyttir á Icesave
Í síðustu netkönnun á Feykir.is var reynt að finna út hvað hefði helst reynt á þolrif íbúa á Norðurlandi hinu vestra síðustu vikur, en íbúarnir eru þekktir fyrir nánast botnlausa þolinmæði og þrautsegju. Það kom kannski ekki á óvart að Icesave-deilan nýtur ekki sérstakra vinsælda en 56% hafa fengið nóg af henni. Verðlagið var heldur ekki vinsælt og fékk næstflestar tilnefningarnar og svo voru einhverjir orðnir óskaplega leiðir á honum Emmanuel Adeebayor.
Annars var spurningin svona og niðurstöðurnar þar neðan af:
Ég hef fengið nóg af...
...Icesave! (56%, 262 atkvæði)
...verðlaginu! (21%, 97 atkvæði)
...Emmanuel Adebayor! (9%, 40 atkvæði)
...Megan Fox og Lady Gaga! (5%, 23 atkvæði)
...þessu jarðlífi! (4%, 17 atkvæði)
...Kastljósinu! (3%, 15 atkvæði)
...Morgunútvarpinu! (2%, 15 atkvæði)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.