Jafntefli á Blönduósvelli

Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF FB
Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF FB

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og ÍH í undanúrslitum 4. deildar fór fram á Blönduósvelli á laugardaginn. Heimamenn hefðu helst þurft að vinna leikinn til að tryggja sér góða stöðu fyrir seinni leik liðann nk. miðvikudagskvöld í Skessuhöllinni í Hafnarfirði. Jafntefli varð hins vegar niðurstaðan þar sem liðin gerðu sitt hvort markið og einvígið því í jafnvægi.

Hafþór Þrastarson kom gestunum yfir eftir 18 mínútur en Ingvi Rafn Ingvarsson, fyrirliði Húnvetninga, jafnaði leikinn á 54. mínútu. Heimamenn voru óánægðir með að hafa ekki bætt við marki en gestirnir ógnuðu ekki að ráði og markvörður Kormáks/Hvatar þurfti ekki að taka á honum stóra sínum samkvæmt upplýsingum Feykis.

Í hinum leik undanúrslitanna lagði lið KFS Hvergerðingana í Hamri 1-0.

ÍH og Kormákur/Hvöt mætast sem fyrr segir í Skessunni í Hafnarfirði og nú þurfa stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að fjölmenna á FH-svæðið og öskra sína menn upp í 3. deild. Leikurinn er á miðvikudaginn og hefst kl 18:00. Áfram Kormákur/Hvöt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir