Íþróttamaður USVH árið 2009
Mánudaginn 28. desember verður val á íþróttamanni ársins hjá USVH kynnt. Athöfnin hefst klukkan 18:00 og verður í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga.
Allir þeir sem eru tilnefndir eru hvattir til að mæta og taka við viðurkenningum sínum. Íbúar Húnaþings vestra eru einnig hvattir til að mæta og fylgjast með þessari athöfn sem hefur fyrir löngu skapað sér sess í menningu þessa héraðs.
Tilnefnd eru:
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fyrir körfubolta
Helga Margrét Þorsteinsdóttir fyrir frjálsar íþróttir
Helga Una Björnsdóttir fyrir hestaíþróttir
Ísólfur Líndal Þórisson fyrir hestaíþróttir
Ólafur Einar Skúlason fyrir frjálsar íþróttir
Tryggvi Björnsson fyrir hestaíþróttir
Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.