Íþróttadagur á Blönduósi

Mikið fjör á íþróttadeginum. Mynd: Húni.is

Fyrir helgi var haldinn Íþróttadagur Grunnskólans á Blönduósi. Dagurinn hófst á Norræna skólahlaupinu en hlaupnir voru annað hvort 2,5 km eða 5,0 km.

 

Mikil rigning var meðan hlaupið fór fram og hafa krakkarnir eflaust klárað hlaupið nokkuð blautir en ánægðir með árangurinn. Að því loknu var farið inn í Íþróttamiðstöðina en þar var mikið húllumhæ og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi þar inni. Meðal þess sem var hægt að gera, var að skjóta á körfu, fara í boccia, kasta bréfskuttlu, fara í pílukast og spreyta sig á klifurveggnum. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi skemmt sér vel og ekki skemmdi fyrir að Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, kíkti í heimsókn. Myndir frá deginum er hægt að sjá HÉR

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir