Israel Martin til 2020
Stjórn körfuboltadeildar Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Israel Martin um að hann þjálfi meistaraflokk karla auk þess að sinna stöðu yfirþjálfara félagsins til ársins 2020. Nú starfar hann einnig við körfuboltaakademíu FNV. Að sögn Stefáns Jónssonar formanns félagsins er þetta mikill fengur fyrir Tindastól.
Í kvöld mætir lið ÍR í Síkið en það náði að leggja Stjörnuna, efsta lið deildarinnar, í síðasta leik. ÍR er nú í 9. sæti með 12 stig, jafnmörg og Keflavík og Skallagrímur. Tindastóll situr í 3. sæti með 18 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og KR.
„Við mætum brosandi í kvöld og gerum okkar besta,“ segir Stefán ákveðinn. Hann vill minna fólk á að fyrir leik verður boðið upp á hamborgara gegn vægu gjaldi og koma þeir fyrstu af grillinu um klukkan 18:30.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.