Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut í fimmta sinn
Ísak Óli Traustason (UMSS) var um helgina krýndur Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Hann hlaut alls 5074 stig og er þetta í fimmta sinn sem Ísak verður Íslandsmeistari í greininni.
Birnir Vagn Finnson (UFA) varð annar með 2785 stig og Ægir Örn Kristjánsson (Breiðablik) endaði þriðji með 1918 stig. Birnir og Ægir þurftu báðir að ljúka keppni eftir fyrri daginn vegna meiðsla en keppendur í sjöþraut karla voru þrír.
Ísak Óli á best 5355 stig sem hann náði á MÍ í fjölþrautum fyrir tveimur árum. Þess má geta að Íslandsmetið í greininni á annar kappi sem keppti undir merki UMSS, Jón Arnar Magnússon. Hann náði 6293 stigum á móti þann 6. mars 1999.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.