Ísak og Sveinbjörn á Evrópubikar landsliða
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.06.2021
kl. 10.58
Evrópubikar landsliða fór fram í Búlgaríu um liðna helgi. Ísland keppti þar í annarri deildinni og endaði í 9. sæti þar og halda sér þar með uppi í þeirri deildi. Þrjú lið mættu ekki til leiks og falla því niður um deild.
Skagfirðingarnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson kepptu meðal annars fyrir hönd Íslands en þetta var í fyrsta skipti sem Sveinbjörn keppir undir merkjum Íslands.
Ísak Óli varð í níunda sæti í 110 metra grindarhlaupi á tímanum 15,15 sek og níunda sæti í stangarstökki með stökki yfir 4 metra.
Báðir kepptu þeir síðan í 4x100 metra boðhlaupi og lentu þeir í áttunda sæti á tímanum 41,69 sek.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.