Íbúðir við Ránarstíginn á Króknum komnar í sölu

Hér sér yfir Barnaskólareitinn en íbúðirnar sem um ræðir eru í sitt hvorum enda raðhúsanna næst á myndinni. AÐSEND MYND
Hér sér yfir Barnaskólareitinn en íbúðirnar sem um ræðir eru í sitt hvorum enda raðhúsanna næst á myndinni. AÐSEND MYND

„Við erum að tala um mjög glæsilegar eignir sem Friðrik Jónsson verktaki hefur byggt en þeir hafa getið sér gott orðspor fyrir nákvæmni og vönduð vinnubrögð,“ segir Júlíus Jóhannsson fasteignasali en Landmark fasteignamiðlun er nú með til sölu tvær splunkunýjar íbúðir á Barnaskólareitnum á Sauðárkróki, Ránarstig 3 og 7. „Þarna erum við að bjóða upp á eignir sem að okkar mati hefur vantað á markaðinn og eru fullbúnar að öllu leyti, bæði utan sem innan. Fólk getur flutt beint inn og allt tilbúið. Skipulag er gott, húsið klætt að utan með áli og því viðhaldslétt,“ segir Júlli.

Um er að ræða ný og glæsileg fullbúin 123,5 m2 endaraðhús á einni hæð, þar af 35,4 m2 innbyggður bílskúr við Ránarstíg 3 og 7 á Sauðárkróki. Friðrik Jónsson ehf., traustur byggingaverktaki á Sauðárkróki er framleiðandi raðhúsanna og hefur lagt mikinn metnað í fagleg vinnubrögð, gott efnisval og vandaðan frágang.

Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Sér hellulagður afnotareitur er út frá stofu og sömuleiðis er innkeyrsla steypt og hellulögð með snjóbræðslu. Rafhleðslustöð er til staðar og fylgir.

Landmark fasteignamiðlun var á sínum tíma einnig með íbúðirnar í gamla Barnaskólanum til sölu og fóru þær allar hratt og örugglega. Júlli tjáði Feyki að hann hefði ekki fengið til sín eina einustu kvörtun yfir frágangi á þeim íbúðum og það væri harla óvanalegt.

Allar nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna á heimasíðu Landmarks >

Skoða HÉR eignina í 3D

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir