Í landsliðshópi Frjálsíþróttasambandsins eru tvö úr UMSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.01.2023
kl. 16.50
Tvö úr UMSS eru í landsliðshópi Íslands í frjálsum íþróttum en afrekssvið og verkefnisstjóri A-landsliðsmála völdu hópinn með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2022. Einn af hápunktum sumarsins verður Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í Silesia, Póllandi 20-22. júní og er markmiðið að halda sæti liðsins í 2. deild og ljóst er að það er verðugt verkefni.
Stefanía Hermannsdóttir æfir og keppir í kastgreinum og Ísak Óli Traustason í hlaupagreinum, stökkgreinum og þrautum. Á heimasíðu FRÍ segir að valið verði endurskoðað eftir innanhússtímabilið 2023 og gæti hópurinn því breyst en hann má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasambandi Íslands, sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.