Hvöt spáð þriðja sæti
Fótbolti.net birtir smá saman spá þess efnis hvar liðin í 2. deildinni lendi eftir mótið í sumar. Voru fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar fengnir til að spá og fengu liðin því stig frá 1-11 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í 3. sæti lendir Hvöt frá Blönduósi ef spáimn gengur eftir en það lið fékk 175 stig af 242 mögulegum.
Liðið hafnaði í 4. sæti deildarinnar í fyrra eftir frækilega baráttu og var aðeins fjórum stigum frá Aftureldingu sem komst upp í 1. deild.
Spá fyrirliða og þjálfara:
1. ?
2. ?
3. Hvöt 175 stig
4. Reynir Sandgerði 169 stig
5. Víðir Garði 150 stig
6. Tindastóll 127 stig
7. Höttur 126 stig
8. Magni 100 stig
9. KS/Leiftur 85 stig
10. BÍ/Bolungarvík 83 stig
11. ÍH/HV 63 stig
12. Hamar 51 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.