Hver er staðan á íbúðamarkaðnum og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðunum?

BYGGÐASTOFNUN
BYGGÐASTOFNUN

Á vef Byggðastofnunar kemur fram að Byggðastofun, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Lóa nýsköpunarstyrkur standa saman að opnum fundi á Kaffi Krók í hádeginu næsta fimmtudag, 19.október og er hann öllum opinn.

Þeir sem ekki eiga heimangengt geta séð beint vefstreymi frá fundinum inn á Facebókarsíðu Byggðastofnunar.

Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og íbúðauppbyggingu. Fulltrúar allra þeirra sem standa að fundinum halda stutt erindi.

Húsið opnar kl. 11:30 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. Fundarstjóri er Guðmundur Haukur Jakobsson formaður stjórnar SSNV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir