Hvatarmenn að líkindum réttlausir

Feykir.is sagði frá því í síðustu viku að leikmenn Hvatar lenti í óskemmtilegri reynsluer þeir öttu kappi við Berserki í síðustu umferð riðlakeppni Lengjubikars KSÍ en leikmenn voru rændir á meðan á leik stóð.

 Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði en á meðan á leik stóð létu óprúttnir aðilar greipar sópa og höfðu á brott með sér nokkuð af peningum, símum, æpottum, fótboltaskóm og fatnaði eins og gallabuxum og heilli íþróttatösku með öllu. Að sögn Vignirs forsvarsmanns Hvatar eru eignartjón leikmanna metið á hátt á annað hundrað þúsund en trygging félagsins nær ekki yfir tjónið þar sem ekki var um læsta geymslu að ræða. Þá vilja Haukamenn ekki bera neina ábyrgð á málinu. -Þetta er svakalegt að verða fyrir þessu ætli maður verði ekki bara að fara fram á að fá læsta klefa nú eða öryggisvörð, segir Vignir.

Málið verður tekið fyrir hjá KKÍ í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir