Húnavökuritið 2010

Í fimmtíu ár hefur Húnavökuritið komið út en það er gefið út af Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga og er ritið veglegt að venju. Í tilefni af 50. árganginum er einnig gefið út fylgirit með höfundatali, yfirliti um mannalát, leiðréttingar o.fl.

Ritstjórar ritsins hafa aðeins verið þrír frá upphafi en lengst sat Stefán Á. Jónsson kennari á Blönduósi alls 48 ár en fyrstu fimm árin voru ritstjórarnir tveir, Stefán og Þorsteinn Mattíasson. Núverandi ritstjóri er Ingibergur Guðmundsdson en hann hefur ritstýrt útgáfunni síðustu tvö árin.

Efnið í ritinu hefur ætíð verið fjölbreytt og er engin undantekning á því nú. Skiptist efnið upp í viðtöl, kveðskap, frásagnir, smásögur, þjóðfræði og fréttir svo  eitthvað sé nefnt.

Hægt er að nálgast Húnavökuritið í Samkaupum á Blönduósi og Skgaströnd eða leggja inn pöntun á usah.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir