Húnavatnshreppur markar stefnu í ferðaþjónustu
Stefnumörkun ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi hefur verið lögð fram hjá sveitarstjórn en þar er kveðið á um hvaða verkefni sveitarfélagið muni leggja áherslu á næstu tvö ár og verður sendur sem forgangslisti í áfangastaðaáætlun fyrir árið 2021. Á heimasíðu hreppsins kemur fram að fleiri áningarstaðir þarfnist greiningar og síðan fjármagns og yrðu þeir teknir fyrir í framhaldinu.
„Í þessari stefnumörkun er lögð áhersla á hvernig sé best að standa að markaðssetningu á viðkomandi verkefnum. Ekki er farið í nákvæma lýsingu á hvað skuli gera í hverju verkefni fyrir sig. Flest af þessum verkefnum hafa verið á teikniborðinu hjá sveitarfélaginu um ákveðinn tíma,“ segir í frétt Húnavatnshrepps.
Þau verkefni sem lögð verður áhersla á í sveitarfélaginu næstu tvö ár eru Þrístapar sem lykilverkefni í lokafasa en Gullsteinn, Foss í Vatnsdal / Mígandi, Ólafslundur, Vatnsdæla saga og Þrándarhlíðarfjall sem topp fimm verkefni í Áfangastaðaáætlun Húnavatnshrepps. Þá eru Þingeyrar og Göngu- og hjólaleið Þingeyrar til Blönduós / Þingeyrar til Hvítserk skilgreind sem önnur mikilvægt verkefni.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.