Endurnýjar ekki samning um málefni fatlaðs fólks
Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra, sem haldinn var í upphafi vikunnar, var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning sem milli fimm sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks.
Á heimasíðu Húnaþings vestra kemur fram að þann 1. janúar 2016 hafi tekið gildi samningur milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Húnaþings vestra við Sveitarfélagið Skagafjörð um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögum þjónustu í samræmi við ákvæði laga og eins og nánar er kveðið á um í samningnum. Gildistími var eitt ár en samningurinn var endurnýjaður með gildistíma til ársloka 2019. Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar skulu ákveða sameiginlega fyrir 1. september 2019 hvort stefna skuli að endurnýjun samningsins.
Í fundargerðinni segir að Byggðarráð samþykki, eftir skoðun sl. mánuði, að endurnýja ekki núgildandi samning og felur sveitarstjóra að hefja vinnu við næstu skref við yfirtöku málaflokksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.