Húkkurinn með Blues Travellers enn í uppáhaldi / KRISTINN RÚNAR
Íbúar í Húnaþingi vestra upplifðu Covid-faraldurinn all harkalega á eigin skinni síðla vetrar eftir hópsmit og meðfylgjandi úrvinnslusóttkví þar sem aðeins einn af hverju heimili mátti fara út í einu. Tónlistaráhugafólk lét ekki deigan síga og myndbönd þar sem menn spiluðu saman á netinu, hver í sínu herbergi, fengu verðskuldaða athygli. Í þessum hópi tónlistarmanna var Kristinn Rúnar Víglundsson (1988) frá Dæli í Víðidal.
Kristinn Rúnar býr í Dæli og rekur þar ferðaþjónustu ásamt konu sinni og föður. Áhugi á tónlist er honum í blóð borinn. „Ég man að þegar ég var barn var alltaf mikil tónlist í kringum mig. Foreldrar mínir voru í kórum, systir mín var nú sú fyrsta til að vinna Söngvakeppni framhaldskólana fyrir FNV. Þetta er líka bara svo gaman!“ segir Kristinn en hann lærði á trommur en segist alltaf hafa séð eftir því að hafa ekki lært á gítar eða píanó.
Hann hefur unnið nokkrar söngvakeppnir, var með í uppfærslu á Hárinu í Húnaþingi vestra en sú sýning var valin áhugaverðasta áhugamannasýningin árið 2019. Þá var hann Jesús Kristur í Súperstar árið 2016 en að öðru leyti segist hann ekki hafa verið mikið að reyna að koma sér áfram í tónlistinni. Aðspurður um helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann: „Já, seig þú mér... ég bara veit það ekki!“
Hvaða lag varstu að hlusta á? Lag með James Arthur.
Uppáhalds tónlistartímabil? Það er ekkert betra en annað…..hægt að finna gott í öllum.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Þessa dagana hlusta ég mikið á upbeat remixis af nýlegum popplögum.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Queen, Cat Stevens, Coldplay, Korn. Það var ekkert eitt meira en annað.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Vann geisladisk með Tinu Turner í bingói í Víðihlíð. Var svo sem ekkert rosalega skemmtilegur.
Hvaða græjur varstu þá með? Man nú ekki hvaða merki eða neitt svoleiðis.
Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Hook með Blues Travelers. Er ennþá í uppáhaldi.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? RING RING með Jax Jones...
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Íslenska sveitaballatónlist. Það klikkar aldrei.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Það fer eftir því hvernig laugardagskvöldið var. Ef ég fór snemma að sofa þá er það eithvað hressandi og skemmtilegt. Ef maður missir allt í spól þá er celine dione best þegar maður er lítill í sér.
Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Þegar ég fekk bílpróf var ég með tvo 12” 1000w bassaleikara í skottinu og tónlistavalið var bara nógu mikil bassi ... en fékk fljótt nóg af því.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Friðrik frá Merkigili ī Drotningunni er sá allra besti. Og sá söngvari sem ég væri til í að vera.
Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Það er engin ein sem stendur upp úr. En platan Senn kemur vor með Magnúsi Ásgeiri er mjög fín.
Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum?
Good times / Mr. Belt and Wezol
This is me / Keala Stale
Leave á light on / Tom Walker
Lost in Japan / Shawn Mendes.
Human / Rag'n'Bone Man
Blinded Be Your Grace / Stormzy
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.