Hringur Auðkúluréttar steyptur upp í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.05.2009
kl. 14.07
Fjallaskilanefnd Auðkúluréttar hefur sent sveitastjórn Húnavatnshrepps erindi þar sem rætt er um flýtingu gangna og framkvæmdir í Auðkúlurétt.
Var sveitastjóra og oddvita falið að ræða við aðrar fjallskiladeildir um flýtingu gangna.
Þá var ákveðið að taka tilboði Húsherja ehf vegna uppsteypu á hring í Auðkúlurétt að upphæð kr. 443.346 m/vsk. Rúmast upphæð tilboðsins innan fjárhagsáætlunar og hefur ekki áhrif á fyrirhugaðar framkvæmdir við Undirfellsrétt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.