Hópur frá FNV heimsótti Vilníus á vegum Erasmus+

Nemendurnir fimm sem fóru til Vilníusar. MYND AF VEF FNV
Nemendurnir fimm sem fóru til Vilníusar. MYND AF VEF FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Erasmusverkefninu og á heimasíðu skólans segir að dagana 27. mars til 3. apríl heimsóttu fimm nemendur FNV í félagi við tvo kennara Vilníus í Litháen og tóku þar þátt í vinnuviku á vegum verkefnisins. Auk Íslendinga og Litháa voru þáttakendur frá Eistlandi, Tékklandi, Englandi og Spáni.

Erasmuserkefnið er handverksverkefni, Using ICT to preserve European craftmansship. Verkefnið felst í að kynnast gömlu handverki og varðveita upplýsingar um það með stafrænum hætti. Verkefni af þessu tagi víkka sjóndeildarhring nemenda og kennara. Ferðin er greidd af Erasmus.

Gist var á hóteli í nágrenni skólans í Vilníus og samanstóð dagskráin af ýmsum handverksvinnustofum og skoðunarferðum um Vilníus og nágrenni. Nemendurnir sem fóru fyrir hönd FNV voru Berglind, Helena Erla, Herdís Eir, Jón Daníel og Óskar Aron. Kennarar og fararstjórar voru Arndís Björk og Kristján Bjarni.

Í september 2021 heimsóttu þátttökuþjóðirnar Sauðárkrók. Lokaferðin verður til Tallin í Eistlandi seinni part apríl en þá verða aðrir kennarar og nemendur á ferðinni. Kristján Bjarni segir mörg Erasmus verkefni að klárast núna, uppsóp eftir Covid. „Til dæmis verður einn hópur í Eistlandi og annar á Ítalíu, í sitt hvoru verkefninu. Annar angi er starfsþjálfun nemenda og kennara. Kennarar geta farið á námskeið eða “job shadowing”. Þá geta nemendur í starfsnámi tekið hluta af starfsþjálfun erlendis.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir