Hollur er heimafenginn biti - Leiðari Feykis
Eins og kemur fram á forsíðu Feykis þessa vikuna hefur leyfi yfirvalda fengist til að starfrækja svokölluð örsláturhús og geta bændur því selt afurðir sínar milliliðalaust hafi þeir á annað borð haft fyrir því að afla sér leyfisins. Það hefur reynst löng og þung ganga að fá þetta í gegn og kostað ýmsar fórnir. Bjarni Jónsson, sem þá var varaþingmaður VG, varpaði fram fyrir réttu ári síðan, fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann hefði í hyggju að breyta reglum um örsláturhús og auka frelsi sauðfjárbænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neytenda og hvort lagalegt svigrúm væri til þess. Kristján Þór svaraði því til að hugmyndir um örsláturhús eða heimasláturhús rýmdust ekki innan gildandi löggjafar eða alþjóðlegra skuldbindinga þá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.