Helstu vegir færir en hálka og þæfingur

Kort af vef Vegagerðarinnar.
Kort af vef Vegagerðarinnar.

Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi og skafrenningur víða. Búið er að opna Holtavörðuheiði en þar er hálka og skafrenningur, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og óvissustig vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig á veginum við Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu en vegurinn um Víkurskarð er lokaður.

Öxnadalsheiði er fær en þar er snjóþekja og skafrenningur og unnið að mokstri. Hálka er á Holtavörðu heiði en þæfingur á Brattabrekku. Snjóþekja er á flestum öðrum vegum en þæfingur eða þungfært á nokkrum leiðum á Snæfellsnesi. Víða er slæmt skyggni sökum éljagangs eða skafrennings.

Áframhaldandi snjókoma

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi ofankomu næstu daga fyrir spásvæði Stranda og Norðurlandi vestra en þar fer að snjóa í kvöld með suðaustan 13-18 metra á sekúndu. Suðvestan 13-20 og él upp úr miðnætti, en dregur síðan úr vindi og ofankomu. Gengur í norðaustan 15-23 með éljum um hádegi á morgun, hvassast og úrkomumest á Ströndum. Frost 0 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s og dálítil él um landið vestanvert, en bjart fyrir austan. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins, en dregur heldur úr frosti síðdegis.

Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg átt og stöku él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Frost 1 til 10 stig. Gengur í austanstrekking með slyddu eða snjókomu á S-verðu landinu um kvöldið og hlýnar.

Á laugardag:
Austan- og norðaustanátt og slydda með köflum sunnan- og austantil, stöku él fyrir norðan, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag og mánudag:
Líklega breytilegar áttir og dálítil él á víð og dreif. Heldur kólnandi veður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir