Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ
Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Á Facebook-síðunni Stuðningsmenn knattspyrnudeildar Tindastóls kemur fram að Lúðvík Gunnarsson umsjónamaður Hæfileikamótunar sjái um þetta verkefni fyrir KSÍ.
„Helgi er einn af okkar mörgum efnilegum leikmönnum sem við eigum. Helgi er miðjumaður sem er með gott auga fyrir spili og góður skotmaður,“ skrifar Þórólfur Sveinsson, yfirþjálfari yngriflokka á síðuna.
Helgi er sonur Valborgar Jónínu Hjálmarsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar á Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.