Helgargóðgætið - Bláberjaostakaka

Þá er enn ein helgin komin.... veðurspáin er ekkert sérlega góð og því tilvalið að skella í eina ostaköku.

 

Bláberjaostakaka

- mæli með að gera hana daginn áður en hún verður borin á borð, mikið betri þá.

 

Sett í botninn á forminu:

300 gr. makkarónur

120 gr. smjörlíki

Byrjar á því að mylja makkarónurnar niður, ekki of fínt og ekki of gróft, í skál. Bræðir svo smjörlíkið í örbylgjunni og hellir yfir makkarónurnar, þetta er hrært saman og sett í botninn á forminu. Passaðu að þjappa þessu ekki ofan í formið því þetta á að vera lauslegt en samt þekjandi í botninum. 

Ostablandan:

400 gr. rjómaostur

150 gr. flórsykur

1/2 l. rjómi - þeyttur

500 gr. bláber - frosin

Setur rjómaostinn og flórsykurinn í skál og hrærir vel saman. Þeytir svo rjómann og blandar honum við ostablönduna og hrærir aðeins meira. Síðan bætir þú bláberjunum úti og hrærir þangað til að blandan er komin með fallegan fjólubláan lit. Þá má setja hana ofan á makkarónurnar í forminu. 

Ofan á ostablönduna:

200 gr. suðusúkkulaði

1 dolla af sýrðum rjóma

Bræðir súkkulaðið og sýrða rjómann saman í potti eða örbylgjuofninum, passar að hræra reglulega í, leyfir þessu að standa aðeins áður en þú setur ofan á ostakökuna. Þegar þetta er allt komið þá er gott að kæla vel áður en þú berð hana á borðið.

 

Njótið helgarinnar

Sigga sigga sigga 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir