Helga Thorberg leiðir lista Sósíalista í Norðvesturkjördæmi

Sjö efstu á lista Sósíalista. MYND AF NETSÍÐU FLOKKSINS
Sjö efstu á lista Sósíalista. MYND AF NETSÍÐU FLOKKSINS

Það styttist óðum í Alþingiskosningar og nú um helgina birti Sósíalistaflokkur Íslands framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Listann leiðir Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur en á heimasíðu Sósíalista segir að hún hafi starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðarkona í mörg ár en kvennabaráttan og kvennapólitíkin hafi einnig verið hennar hjartans mál.

Í öðru sæti listans er Árni Múlí Jónasson mannréttindalögræðingur og formaður Þroskahjálpar, Sigurður Jón Hreinsson véliðnfræðingur er í þriðja sæti og fjórða sætið skipar Aldís Schram lögfræðingur og kennari.

Þingkosningar fara fram 25. september.

  1. Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur
  2. Árni Múli Jónasson, mannréttindalögfræðingur og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
  3. Sigurður Jón Hreinsson, véliðnfræðingur og bæjarfulltrúi
  4. Aldís Schram, lögfræðingur og kennari
  5. Bergvin Eyþórsson, þjónustufulltrúi og varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða
  6. Guðni Hannesson, ljósmyndari
  7. Ágústa Anna Ómarsdóttir, lyfjatæknir
  8. Sigurbjörg Magnúsdottir, eftirlaunakona
  9. Jónas Þorvaldsson, sjómaður
  10. Valdimar Arnþór Anderssen, heimavinnandi húsfaðir
  11. Guðrún Bergmann Leifsdóttir, listakona
  12. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður vesturlands
  13. Dröfn Guðmundsdóttir, kennari
  14. Indriði Aðalsteinsson, bóndi
  15. Fjóla Heiðdal Steinarsdóttir, háskólanemi
  16. Finnur Torfi Hjörleifsson, lögfræðingur, eftirlaunamaður

Sjá nánar >

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir