Heimur Jóns og Helgu - Málþing í Kakalaskála 28. ágúst

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14 verður málþing í Kakalaskála um Jón Arason biskup og Helgu Sigurðardóttur fylgikonu hans.

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur segir frá því hvað þau Jón og Helga sungu í sinni kaþólsku kirkju.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fjallar um manninn á bak við mýtuna um Jón Arason.

Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar kafar ofan í kvæði skáldsins Jóns.

Jón Karl Helgason prófessor varpar ljósi á hlutverk Jóns Arasonar í fortíð og nútíð og þá helgi sem skapast hefur um hann.

Fylgdarkona Jóns, Helga Sigurðardóttir, var um margt merkileg kona, þó að fáir átti sig á hlutverki hennar í andspyrnusögu Jóns Arasonar gagnvart hinum nýja lútherska sið. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup ætlar að draga Helgu fram í dagsljósið og sýna hver hún var.

 

 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir