Heimir með hausttónleika í Hólaneskirkju
Kórastarf tekur jafnan við sér á haustin og karlar og konur hefja að teygja á raddböndum og hvað er nú fallegra en góður samhljómur í vel stemmdum kór? Karlakórinn Heimir hóf æfingar að nýju í haust og fimmtudaginn 31. október næstkomandi mun þessi rótgróni kór mæta til leiks á Skagaströnd en þar munu þeir rigga upp hausttónleikum í Hólaneskirkju.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Söngstjóri Heimis er Jón Þorsteinn Reynisson en um undirleik á píanó sér Alexander Smári Edelstein. Þá mun Snorri Snorrason syngja einsöng. Miðasala verður við innganginn og aðgangseyrir kr. 5.000.
Samkvæmt heimildum Feykis eru nú um 50 kappar í kórnum. Dagskráin verður nokkuð hefðbundin en þó mun kórinn syngja tvö lög sem nýr stjórnandi kórsins, Jón Þorsteinn, hefur útsett. „Liggur það greinilega vel fyrir honum,“ sagði einn kórfélaga, Hinrik Már Jónsson, í spjalli við Feyki. „Annars erum við að stefna á mikla veislu á áramótatónleikum í Miðgarði,“ bætti hann við að lokum.
Þá er bara að setja sig í stellingar fyrir áramóti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.