Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Ný stofnun
Heilbrigðisstöfnunin á Hvammstanga mun sameinast öðrum í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Vesturlands ásamt Heilbrigðisstofnuninni Akranesi, Heilsugæslustöðinni Borgarnesi, heilbrigðisstofnanirnar á Snæfellsnesi, Hólmavík og Búðardal.
Á vef Helbrigðisráðuneytis segir að þetta þýði að frá og með 1. janúar 2010, þegar ný stofnun tekur til starfa, tekur Heilbrigðisstofnun Vesturlands yfir réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningum starfsmanna, annarra en forstöðumanna.
Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum verkstjórn í sameiningarferlinu og ber hann ábyrgð á þeirri vinnu sem framundan er í fullu samráði og samvinnu við forstöðumenn viðkomandi stofnana. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um sameininguna.
Fleiri sameiningar eru áætlaðar en átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi verða sameinaðar í byrjun næsta árs. Einnig er fyrirhugaðar einhverjar breytingar í Eyjafirði en sameiningar á Vestfjörðum og á Suðurlandi sem fyrirhugaðar voru í byrjun árs standi þó ekki lengur til.
Þá er ekkert minnst á þær hugmyndir sem komu upp hjá fyrrverandi heilbrigðisráðherra að sameina heilbrigðisstofnaninrnar á Blönduósi og Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.