Hefur afmælisrit Leikfélagsins borist inn á þitt heimili

Eitthvað hefur borið á því að afmælisrit LS hafi ekki skilað sér í öll hús í sveitarfélaginu Skagafirði eins og til var ætlast. Stjórn LS segir á heimasíðu sinni að hún harmi það og biður því fólk að láta vita í síma 849 9434 og því verði kippt í lag.

 

  Einnig er hægt að kaupa aukaeintök.

 

Síðasta sýning Leikfélagsins á Frá okkar fyrstu kynnum var í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi.

 

Aðsókn var mjög góð á þær 12 sýningar sem boðið var upp á og má ætla að áhorfendafjöldi hafi farið yfir þúsundið. Ekki verður um aukasýningar að ræða svo þeir sem ekki drifu sig að þessu sinni verða bara að bíta í það súra epli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir