Hefðu lifað í bílbeltum - beltin bjarga

Ruv segir frá því að rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að fjórir af þeim sautján sem fórust í umferðinni í fyrra hefðu lifað af hefðu þeir notað bílbelti. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu nefndarinnar.

Sautján fórust í fimmtán umferðarslysum í fyrra. Yfir helmingur banaslysa varð við útafakstur en fimmtungur við framanákeyrslur.

Þrjú banaslys má rekja til ölvunaraksturs. Tvö slys má rekja til hraðaksturs, tvö til þreytu ökumanna, tvö til veikinda ökumanna og tvö slys má rekja til þess að gengið eða hlaupið var í veg fyrir bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir