Haukur hættur þjálfun Tindastóls
„Stephen Walmsley er mættur á klakann og tekur við þjálfun mfl. karla ásamt Christopher Harrington. Þetta eru ánægjufréttir fyrir klúbbinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn "heim",“ segir Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls á stuðningsmannasíðu liðsins. Haukur Skúlason, sem ráðinn var þjálfari í haust er þar með hættur þjálfun.
Feykir setti sig í samband við Hauk og forvitnaðist um ástæður þess að hann væri hættur þjálfun. „Ástæðan er fyrst og fremst annríki. Það er til að mynda annað barn á leiðinni í apríl og mér fannst ég ekki ná að sinna þessu eins og vel og þarf,“ segir Haukur sem átti einkar góðu gengi að fagna með lið Tindastóls síðasta tímabil ásamt meðþjálfara sínum Stefáni Arnari Ómarssyni. Haukur vildi koma óskum til leikmanna um gott gengi í sumar.
http://www.feykir.is/is/frettir/stephen-walmsley-radinn-thjalfari-med-hauki-skula
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.