Hátt í 20 þúsund gestir hafa heimsótt Selasetrið í ár
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
13.10.2022
kl. 18.54
Selasetur Íslands hefur verið starfrækt á Hvammstanga í 16 ár en hefur nú haft aðstöðu í gamla gærukjallaranum að Strandgötu 1 í ein tíu ár. Í frétt á vef setursins kemur fram að aðsókn að setrinu hafi verið mjög góð það sem af er ári en yfir 19 þúsund gestir hafa heimsótt það.
„Alls hafa einstaklingar frá 58 þjóðum heimsótt okkur frá öllum heimsálfum,“ segir í fréttinni en flestir gestirnir hafa komið frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Íslandi og Frakklandi.
„Það er því óhætt að segja að Selasetrið sem og nýja Rostunga sýningin hafa vakið verðskuldað athygli innlendra sem erlendra ferðamanna þetta árið.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.