Harmonikufélagið Grettir stofnað í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
16.12.2022
kl. 08.16
Stofnfundur nýs félags Harmonikufélagsins Grettis var haldinn í VSP húsinu á Hvammstanga 15. desember. Tilgangur félagsins er að kynna almenningi harmonikutónlist og gömlu dansana og efla tónlistarlíf á þessu sviði.
Alls voru skráðir 20 stofnfélagar á þessum fyrsta fundi. Formaður félagsins var kjörinn Guðmundur Jóhannesson, Elínborg Sigurgeirsdóttir ritari og Agnar E. Jónsson gjaldkeri. Nýir félagar eru velkomnir til liðs við Harmonikufélagið Gretti og geta þeir snúið sér til stjórnarmanna.
Myndin er af þeim sem mættu á stofnfundinn.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.