Hagvöxtur eykst á Norðurlandi vestra
Í nýrri skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að á tímabilinu 2000 – 2006 hefur hagvöxtur á Norðurlandi vestra verið neikvæður um 1%. Rétt er að taka fram að í þessum útreikningum telst Fjallabyggð með Norðurlandi eystra en Siglufjörður var áður í Norðurlandi vestra.
Jafn samdráttur einkennir hagþróun á Norðurlandi vestra mest allt tímabilið. Sömu þróun má sjá þegar íbúatölur á svæðinu eru skoðaðar. Síðasta árið er verulegur vöxtur eða12%, sem að miklu leyti má rekja til góðrar rekstrarafkomu fyrirtækja í landshlutanum.Taka verður fram í þessu samhengi að tiltölulega litlar breytingar hjá fáum fyrirtækjum geta haft veruleg áhrif þar sem hlutfall Norðurlands vestra er innan við 2% af heildarþáttatekjum á landinu.
heimild: www.byggdastofnun.is
Skýrsluna í heild má nálgast hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.