Hagfelldar aðgerðir í þágu lands og þjóðar

Hafir þú ekki enn kynnt þér stefnuskrá XG Hægri grænna, flokks fólksins þá hvet ég þig til þess að fara inn á xg.is. Þar munt þá m.a. finna eftirfarandi atriði, sem að flokkurinn leggur áherslu á.

1.         Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald ESB viðræðnanna

2.         Sjóðsfélagar lífeyrissjóðanna kjósi sér eigin stjórnir

3.         Fækkun sendiráða um helming

4.         Lífeyrissjóðir fái heimild til þess að fjárfesta í fasteignum til útleigu og komi upp félagslegum leiguíbúðum

5.         Birta daglega alla eyðslu hins opinbera með ítarlegum skýringum strax

6.         Frysta allar opinberar gjaldskrár 17.06.2013

7.         Fríar spjaldtölvur fyrir nemendur 01.01.2014

8.         Lagfæra alla spítala og heilsugæslur um land allt og þjónustan verði sem næst fólkinu. Öll nauðsynleg tól og tæki keypt. Hlúð að starfsfólki

9.         Tannlækningar verði innan sjúkratrygginga ríkisins

 

Þetta allt munu verða þér og þínum, landi og þjóð, mjög til góðs. En ekkert mun gerast nema að kjósendur vilji og ákveði það. Framkvæmdasemi og lausnir eiga að vera aðallinn.  Ef að þú vilt að hlutirnir verði að veruleika þá setur þú X við G í kosningunum.

Kjartan Örn Kjartansson

Höfundur er varformaður Hægri grænna, flokks fólksins

og í 1. sæti listans í Reykjavík norður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir