Hafrún Friðriksdóttir hlaut FKA viðurkenninguna

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, Hafrún Friðriksdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva og Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs. Mynd af FB-síðu FKA.
Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, Hafrún Friðriksdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva og Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs. Mynd af FB-síðu FKA.

Viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að þessu sinni fór hátíðin fram á öldum ljósvakans þar sem verðlaunaafhendingin var sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir helgi. Að vanda voru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd og er ein þeirra úr Svartárdalnum í Húnavatnshreppi.

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2022, Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs, hlaut FKA þakkarviðurkenninguna og Húnvetningurinn Hafrún Friðriksdóttir, sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar- og þróunarsviðs Teva hlaut FKA viðurkenninguna. Teva er stærsti framleiðandi samheita- og sérlyfja í heiminum.

„Hafrún Friðriksdóttir hefur náð gríðarlega langt innan alþjóðlegs stórfyrirtækis í lyfjageiranum. Hún situr í framkvæmdastjórn Teva, sem keypti upp samheitalyfjasvið Actavis árið 2017. Hún hefur vakið athygli hvar sem hún hefur komið, bæði vegna faglegrar færni og ekki síður fyrir að þora að skera sig úr, bæði í skoðunum og með litríkum persónuleika,” segir meðal annars í umögn dómnefndar.

Eins og áður sagði fór hátíðin fram í sérstökum þætti á Hringbraut sem hægt er að nálgast  HÉR og hefst viðtal við Hafrúnu þegar 18 mínútur er liðnar af þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir