Hættuástandi aflýst á Lambanesreykjum
feykir.is
Skagafjörður
20.05.2009
kl. 15.00
Slökkviliðið hefur náð fullum tökum á ástandinu á Lambanesreykjum og ekki er lengur talin hætta á að eiturefni sem var í húsinu valdi skaða. Efnið sem um ræðir er Lútur og er sérstaklega hættulegt þegar það blandast vatni.
Mikil hætta er á hruni í húsinu og slekkur slökkviliðið smá elda hér og þar í húsinu og fer að öllu með gát.
Húsið er tryggt og er brunabótamatið um 220 milljónir króna, en það er stórskemmt og ljóst að ekki verður rekin fiskeldisstöð þarna á næstunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.