Hættir þá Höfðaströnd að vera Gullströnd?

Dv.is segir frá því í dag að ein af eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjárfestis, sem væntanlega er að finna á eignalista þeim sem hann þarf að skila til slitastjórnar Glitnis, er jörðin Á í Unadal í Skagafirði.

Samkvæmt DV.is má reikna með því að jörðin verði tekin af Jóni á næstunni en slitastjórn Glitnis hefur stefnt Jóni og nokkrum viðskiptafélögum til að greiðslu á 256 milljörðum króna vegna þess hvernig þeir stjórnuðu Glitni.

Þessi jörð Jóns Ásgeirs var sömuleiðis kyrrsett í nýlegri rassíu skattayfirvalda gegn Jóni og viðskiptafélögum vegna rannsóknar á málefnum FL Group.

Jón Ásgeir eignaðist jörðina í ársbyrjun 2007 eftir að félag hans, Þú Blásól, hafði fest kaup á jörðinni í árslok 2006. Jörðin færðist svo yfir á Jón Ásgeir persónulega þann 16. janúar árið 2007 og hefur verið í hans eigu síðan þá.

Það er því spurning hvort Höfðaströnd muni á ný fá sitt gamla nafn og kallast Höfðaströnd í stað Gullstrandar líkt og hún var kölluð í "gróðærinu"

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir