Gullborgurum Húnabyggðar boðið á hlaðborð hjá B&S

Gullborgarar Húnabyggðar. MYND BJÖRN ÞÓR
Gullborgarar Húnabyggðar. MYND BJÖRN ÞÓR

Gullborgurum í Húnabyggð var boðið á fiskihlaðborð og meðlæti á veitingastaðinn B&S á Blönduósi í gær. Feykir hafði sambandi við Björn Þór eiganda B&S sem segir þetta einungis til gamans gert. „Okkur hjónunum finnst þetta gefandi og gaman.“ segir Björn en hugmyndin kviknaði í Covid en þá var matnum keyrt í hús. Síðan hefur þetta haldið áfram.  

Á hlaðborðið mættu á annað hundrað manns. Ekki er lengur hægt að bjóða fólki persónulega sökum persónuverndar svo Húnahornið, Facebook og orðið á götunni sá um að auglýsa viðburðinn. Hægt var að óska eftir akstri á Blönduósi fyrir þá sem það vildu. Þetta var sannkölluð fiskiveisla því í boði var m.a. plokkfiskur, steiktur fiskur og fiskibollur svo eitthvað sé nefnt.

Skarphéðinn og Benni mættu með hljóðfærin sín og tóku nokkur lög með gestunum. Allar konur sem mættu fengu svo rauð rós afhenta frá Birni Þór við brottför. Það var mikil gleði, ánægja og þakklæti sem ríkti.

Björn Þór vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins síns sem lagði mikið á sig í eldhúsi og þjónustu til að þetta gæti orðið að veruleika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir