Gull og silfur á Krækjurnar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.02.2017
kl. 08.20
Myndatexti. Krækjur með rándýr hálsmen. Aftari röð fv. Ásta Ben, Þórdís Þóris, Sigurlaug Valgarðs, Sandra Hilmars, Una Sig, Cristina Ferreira, Helga Fanney og Vala Hrönn. Fremri: Hrafnhildur Guðna (Rabbý), Steinunn Lárus og Valdýs Ýr Ólafsdóttir. Mynd: Vala Hrönn.
Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.
Tvær deildir voru hjá körlunum en sex hjá konunum og voru Krækjur með sitthvort liðið í 1. deild og í þeirri 4. og var afraksturinn góður. Hömpuðu 4. deildarstúlkurnar gulli í leikslok og 1. deildarstúlkur silfurverðlaunum. Að sögn Sigurlaugar Valgarðsdóttur var þetta mjög vel heppnað mót en um svokallað Trimmmót er að ræða en þá telja stig eða úrslit ekki í önnur mót s.s. eins og til Íslandsmeistara og reglur eru ekki eins strangar. En engu að síður frábær árangur!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.