Gul viðvörun á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.07.2022
kl. 13.41
Á vef Veðurstofun Íslands kemur fram að gul viðvörun er í gildi fyrir stóran hluta landsins, þar á meðal á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Gul viðvörun tók gildi í landshlutanum klukkan 09:00 í morgun og gildir til 21:00 í kvöld. Spáð er suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s, einkum austantil. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 25-30 m/s, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
/IÖF
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.