Guðmundur Steingrímsson ætlar fram í Norðvesturkjördæmi
Guðmundur Steingrímsson hefur ákveðið að sækjast eftir 1. sæti á lista Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Guðmundur er eins og flestir vita sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins.
"Það eru mörg spennandi og aðkallandi verkefni í kjördæminu, t.d. hvað varðar aukna verðmætasköpun í matvælaiðnaði. Atburðir í efnahagsmálunum undanfarið hafa rækilega leitt í ljós að meiri tekjuöflun og fjölbreytt atvinnuuppbygging skiptir ekki bara máli fyrir kjördæmið sem slíkt heldur þjóðina alla. Nú þarf að bretta upp ermar," segir Guðmundur Steingrímsson í samtali við Feyki. Aðspurður segist Guðmundur hafa miklar og sterkar tengingar inn í kjördæmið. Faðir hans og afi hafi verið þingmenn fyrir vestfirði og þangað eigi hann sterkar rætur. Þá dvelji hann löngum í Borgarfirði og unnunsta hans sé af Snæfellsnesi að ógleymdum ættartengslum hans í Skagafjörðinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.