Grunnskólamót UMSS – eldri
Í gær fór fram á Sauðárkróki Grunnskólamót UMSS eldri bekkja (7.-10. bekkur). Mótið er bæði einstaklingskeppni og eins stigakppni milli skólanna. Keppendur voru 140 en fyrir viku voru 175 keppendur yngri bekkja (1.-6. bekkur) á móti sem haldið var í Varmahlíð. Á þessum tveim mótum kepptu 315 grunnskólanemar í Skagafirði og er það mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í þessum mótum.
Stigakeppni skólanna er þannig að samanlögð stig fimm stigahæstu einstaklinga skólanna telja saman til stiga skólans. Árskóli hefur unnið þessa stigakeppni frá því hún fór af stað fyrir þrem árum.
Einnig fá fimm stigahæstu keppendur sérstök verðlaun (bikar) fyrir sín afrek.
Undanfarin ár hafa ungmenni af íþróttastíg FNV aðstoðað við framkvæmd mótsins á Sauðárkróki, en 9. bekkingar úr Varmahlíð hafa aðstoðað við mótið í Varmahlíð. -Þetta er alveg ómetanlegt og í raun forsenda þess að hægt sé að halda svona mót. Kann ég þeim sem þar stjórna málum bestu þakkir fyrir skilninginn og samvinnuna, segir Gunnar Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari sem er ein aðal driffjöður frjálsíþrótta í Skagafirði.
Öll úrslit eru aðgengileg á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands – fri.is
Sigurvegarar úr hverjum flokki í gær eru eftirfarandi:
13-14 ára piltar
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Árskóla; 35, 800m, þrístökk
Ísak Óli Traustason, Varmahlíðarskóla; Hástökk, kúluvarp
Jón Helgi sigurgeirsson, Varmahlíðarskóla; Langstökk
15-16 ára Sveinar
Jónas Rafn Sigurjónsson, Árskóla; 800m, hástökk, þrístökk
Óskar Þór Stefánsson, Út að Austan; Kúluvarp, langstökk
Daníel Þórarnsson, Árskóla; 35m
13-14 ára telpur
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Árskóla; Kúluvarp, hástökk, langstökk, þrístökk
Jórunn Rögnvaldsdóttir, Varmahlíðarskóla; 35m
Bryndís Baldursdóttir, Árskóla; 800m
15-16 ára meyjar
Snæbjört Pálsdóttir, Árskóla; 35m, Hástökk, þrístökk
Elísabet Haraldsdóttir, Árskóla; 800m
Sara Rut Arnardóttir, Árskóla; Langstökk
Laufey rún Harðardóttir, Árskóla; Kúluvarp
Fimm stigahæstu afrek mótsins:
1. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Árskóla, - 1040 stig fyrir 2,47m í langstökki 13 ára telpna
2. Óskar Þór Stefánsson, Út að Austan, - 910 stig fyrir langstökk án atrennu 16 ára stráka
3. Bryndís Baldursdóttir, Árskóla, - 880 stig fyrir 6,54m í þrístökki 14 ára telpna
4. Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Árskóla, - 875 stig fyrir 2,45m í langstökki 14 ára pilta
5. Jón Helgi Sigurgeirsson, Varmahlíðarskóla, - 875 stig fyrir 2,45m í langstökki 14 ára pilta
Úrslit skólanna:
1. Árskóli – 4534 stig
2. Varmahlíðarskóli – 4220 stig
3. Grunnskólinn Austan Vatna – 4016 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.