Grunnmenntaskóli á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
28.01.2009
kl. 09.18
Á heimasíðu Farskólans er sagt frá því að á Hofsósi er Grunnmenntaskólinn á fullu. Nemendur eru níu og glíma við hin ýmsu verkefni, þar á meðal gerð færnimöppu. Við gerð færnimöppu fer fram heilmikil sjálfsskoðun og þurfa námsmenn að rifja upp fyrri menntun, námskeið og störf á hinum ýmsu sviðum.
Einnig meta þeir tungumálakunnáttu sína, samskiptafærni og fleira.
Hópurinn stóð sig með afbrigðum vel og var ákveðið að halda áfram vinnunni og gera ferilskrá í kjölfarið.
Sú ferilskrá sem varð fyrir valinu var Evrópska ferilskráin, en hún er eins uppbyggð í öllum Evrópulöndunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.