Grjótharðir landamæraverðir

Þeir sem hafa ekið yfir sýslumörk Vestur Húnavatnssýslu, hvort sem um er að ræða austari eða vestari, hafa eflaust tekið eftir nýju "landamæravörðunum" í Húnaþingi vestra sem eru alveg grjótharðir

Það er Anna Ágústssdóttir á Hvammstanga sem hannaði og lét gera þessi steinapör sem standa við Staðarskála í vestri og við Gljúfurá í austri. Pörin voru sett saman af starfsmönnum áhaldahússins á Hvammstanga en máluð af Önnu og Báru Guðbjartsdóttur, dóttur Önnu.

Stærra parið, það sem stendur við Staðarskála vigtar um 1800 kíló en minna parið vigtar um 1100 kíló. 

/Norðanátt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir