Grís í heimsókn
Það er óhætt að segja að það eru engir tveir skóladagar eins. Þetta á í það minnsta við um óvænta uppákomu sem varð rétt fyrir hádegi á föstudaginn síðasta í Grunnskólanum á Blönduósi en þá fengu krakkarnir óvænta heimsókn.
Hinn óvænti gestur er af ætt svína nánar titekið lítil gylta og kom hún í heimsókn í íþróttahúsið. Ekki er laust við að hún hafi vakið athygli og voru ófáir nemendur sem fengu aðeins að strjúka henni eða halda á. Sumum nægði hins vegar að horfa bara á gripinn.
Gylta þessi, sem í raun er bara lítill grís enn, er afmælisgjöf til ágætrar bóndakonu í nálægri sveit. Tvennt var á óskalista afmælisbarnsins og var grís annað þess sem óskað var. Það er ekki leiðinlegt að láta óskir rætast á þessum síðustu og verstu tímum...
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.